Enski boltinn

Íkorni var næstum því búinn að drepa stjóra Scunthorpe

Knill hefur verið hressari.
Knill hefur verið hressari.
Það verður seint sagt að lífið leiki við Alan Knill, stjóra Scunthorpe. Liðið hans er búið að tapa sex leikjum í röð og svo var íkorni næstum því búinn að drepa hann.

Knill var úti að hjóla í rólegheitum þegar hann varð fyrir "íkornaárás".

"Ég sá íkornann koma út á götuna en gat ekkert gert. Hann hljóp beint inn í rimlana og festist þar. Ég kastaðist fram fyrir mig og lenti á hausnum," sagði Knill um þessa dramatísku reynslu.

"Ég hélt ég væri í vondum málum í loftinu og þegar ég lenti var það fyrsta sem ég hugsaði að ég væri á lífi. Ég er allur marinn en ég hefði hæglega getað dáið. Þetta var fáranlegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×