Fótbolti

Tyrkneskur knattspyrnumaður fékk hjartaáfall og lést

Tyrkneski knattspyrnuheimurinn er í sárum eftir að fyrrverandi unglingalandsliðsmaður þar í landi lést aðeins 26 ára aldri.

Sá hét Ediz Bahtiyaroglu og lék með liði Eskisehirspor. Hjartáfall dró hann til dauða.

Hann fékk áfallið heima hjá sér eftir æfingu og þegar sjúkraliðar mættu á staðinn var hann þegar látinn.

Tyrkneska landsliðið mun bera sorgarbönd í leik sínum á föstudag til þess að heiðra minningu leikmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×