Segir Ólaf Ragnar hafa styrkt stöðu sína enn frekar eftir þáttinn í gær Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2012 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig. Allir forsetaframbjóðendurnir sex komu fram í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Stefanía Óskarsdóttir segir að lítið nýtt hafi komið fram í þættinum sem geti haft áhrif á afstöðu kjósenda. „Mér finnst það svona eftir þáttinn að Ólafur Ragnar sé í ágætis málum og þeir sem eru að bjóða sig fram gegnum hafi lítið gert til að kveikja í kjósendum," segir Stefanía. Hún segir að lítið hafi gerst í þættinum sem geti hjálpað öðrum frambjóðendum að kroppa fylgið af Ólafi Ragnari. Eftir umræðuþátt Stöðvar 2 á sunnudag virðist Þóra Arnórsdóttir hafa styrkt stöðu sína, því samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birtist í gær, fyrir umræðuþáttinn á Rúv, mælist Þóra með 39 prósent stuðning en Ólafur Ragnar er sem fyrr með 46 prósent. Svo virðist sem óákveðna fylgið sé farið að dreifa sér á frambjóðendur og Þóra virðist ekki aðeins hafa notið góðs af, því Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9 prósenta fylgi, en aðrir minna. Sjö prósentustiga munur er nú á Ólafi Ragnari og Þóru. Stefanía Óskarsdóttir segir að Þóru bíði ærið verkefni ef hún ætli sér að taka fylgi af Ólafi Ragnari. „Mér sýnist að Ólafi Ragnari hafi tekist að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem beindust að honum eftir hrunið og hann hefur komist vel frá þeim umræðuþáttum um forsetakosningarnar sem hefur verið sjónvarpað. Mér finnst hann í rauninni hafa styrkt stöðu sína. Ég sé ekkert eftir þennan þátt í gær sem gæti hafa veikt Ólaf Ragnar. Þessi áhersla í þættinum í gær á Icesave gerir í raun ekkert nema styrkja hann," segir Stefanía. thorbjorn@stod2.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig. Allir forsetaframbjóðendurnir sex komu fram í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Stefanía Óskarsdóttir segir að lítið nýtt hafi komið fram í þættinum sem geti haft áhrif á afstöðu kjósenda. „Mér finnst það svona eftir þáttinn að Ólafur Ragnar sé í ágætis málum og þeir sem eru að bjóða sig fram gegnum hafi lítið gert til að kveikja í kjósendum," segir Stefanía. Hún segir að lítið hafi gerst í þættinum sem geti hjálpað öðrum frambjóðendum að kroppa fylgið af Ólafi Ragnari. Eftir umræðuþátt Stöðvar 2 á sunnudag virðist Þóra Arnórsdóttir hafa styrkt stöðu sína, því samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birtist í gær, fyrir umræðuþáttinn á Rúv, mælist Þóra með 39 prósent stuðning en Ólafur Ragnar er sem fyrr með 46 prósent. Svo virðist sem óákveðna fylgið sé farið að dreifa sér á frambjóðendur og Þóra virðist ekki aðeins hafa notið góðs af, því Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9 prósenta fylgi, en aðrir minna. Sjö prósentustiga munur er nú á Ólafi Ragnari og Þóru. Stefanía Óskarsdóttir segir að Þóru bíði ærið verkefni ef hún ætli sér að taka fylgi af Ólafi Ragnari. „Mér sýnist að Ólafi Ragnari hafi tekist að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem beindust að honum eftir hrunið og hann hefur komist vel frá þeim umræðuþáttum um forsetakosningarnar sem hefur verið sjónvarpað. Mér finnst hann í rauninni hafa styrkt stöðu sína. Ég sé ekkert eftir þennan þátt í gær sem gæti hafa veikt Ólaf Ragnar. Þessi áhersla í þættinum í gær á Icesave gerir í raun ekkert nema styrkja hann," segir Stefanía. thorbjorn@stod2.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira