Enski boltinn

Benitez flýgur til Englands í kvöld: Spenntur fyrir Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez.
Rafael Benitez. Mynd/AFP
Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, hefur verið sterklega orðaður við stjórastólinn hjá Chelsea eftir að Roberto Di Matteo var rekinn í morgun. Hann er staddur í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann frétti af brottrekstri Di Matteo.

„Ég var bara að frétta þetta. Chelsea er augljóslega topplið og þeir geta barist um titla," sagði Rafael Benitez við Sport360°. Hann var staddur í Abú Dabí í tengslum við þjálfaranámskeið.

Benitez viðurkennir að hann hafi áhuga á því að taka við liði Chelsea hvort sem það sé tímabundið eða ekki. Hann hefur samt ekki heyrt frá Chelsea.

„Við sjáum til hvað gerist. Ég er að leita mér að félagi sem getur barist um titla og Chelsea er eitt af þessum liðum. Ég þarf að tala við umboðsmanninn minn og fá að vita hvað hann hefur verið að gera síðustu daga," sagði Benitez.

Rafael Benitez flýgur til Englands í kvöld en hann býr enn með fjölskyldu sinni í Liverpool þar sem hann stjórnaði enska félaginu í sex ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×