Fótbolti

Stórglæsilegt mark Mexes | Myndband

Eiríkur Stefán Ásegeirsson skrifar
Philippe Mexes, leikmaður AC Milan, skoraði stórglæsilegt mark þegar að lið hans vann 3-1 sigur á Anderlecht í Meistaradeild Evrópu í gær.

Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan skoraði Mexes með bakfallsspyrnu utan teigs. Markið er keimlíkt marki sem Zlatan Ibrahimovic skoraði með sænska landsliðinu í síðustu viku og vakti mikla athygli.

Með sigrinum í kvöld tryggði AC Milan sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×