Enski boltinn

Agger með Liverpool-húðflúr á hnúunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Agger.
Daniel Agger. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danski landsliðsfyrirliðinn Daniel Agger hefur lýst yfir tryggð við Liverpool með táknrænum hætti. Það er ekki nóg með að hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við félagið á dögunum þá fékk hann sér einnig Liverpool-húðflúr á hnúana.

Daniel Agger er með húðflúr út um allan skrokkinn og eru þau flest tengd Víkingum og goðafræði. Agger hefur ekki viljað talað um húðflúrin sín fyrr en hann fékk sér það nýjasta. Nýjasta húðflúrið eru stafirnir YNWA sem er skammstöfun á Liverpool-söngnum "You'll Never Walk Alone."

„Ég var búinn að hugsa um þetta í langan tíma. Ég er orðinn hluti af þessu félagi og mér finnst ég tilheyra þessari borg. Ég hef verið hér svo lengi að þetta var því auðveld ákvörðun. Ég er stoltur af því að spila fyrir Liverpool og hnúarnir mínir sína það svart á hvítu," sagði Daniel Agger við heimasíðu Liverpool.

Daniel Agger vildi ekki fara til Manchester City í sumar þrátt fyrir gylliboð frá ensku meisturunum og skrifaði þess í stað undir nýjan samning við Liverpool til ársins 2016.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×