Enski boltinn

Leikmenn Swansea með leynifundi vegna Laudrup

Þó svo það hafi gengið ágætlega innan vallar hjá Swansea í vetur þá er ekki allt með kyrrum kjörum utan vallar. Hópur leikmanna er nefnilega sagður vera mjög ósáttur við stjórann, Michael Laudrup.

Samkvæmt breskum miðlum hafa lykilleikmenn liðsins haldið leynifundi út af málinu. Bæði sjálfur og svo með stjórnarformanni félagsins.

Leikmennirnir ku vera ósáttir við að Laudrup vilji breyta leik liðsins of mikið. Þeir voru fullkomlega sáttir við það sem gamli stjórinn, Brendan Rodgers, var að gera og eiga greinilega erfitt með að sætta sig við breytta tíma.

Þeir hafa líka kvartað yfir því að æfingar Laudrup séu ekki eins góðar og að þeir séu ekki í eins góðu formi og þeir voru í undir stjórn Rodgers.

Stjórnarformaðurinn er þó ánægður með Laudrup og hefur ekki enn viljað hlusta á vælið í leikmönnum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×