Fótbolti

Marcelo Lippi farinn að þjálfa í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcello Lippi.
Marcello Lippi. Mynd/AFP
Ítalinn Marcello Lippi hefur tekið við þjálfun kínverska liðsins Guangzhou Evergrande og hefur þegar sett stefnuna á það að liðið spili "ítalskan" leikstíl. Lippi er frægastur fyrir að gera Ítala að heimsmeisturum árið 2006 en hann gerði samning við kínverska liðsins til ársins 2014.

Lippi var kokhraustur á blaðamannafundi. „Koma mín hingað ætti að vera stórmál og það mikilvægasta í Kína í dag. Ég byrja strax að vinna með liðið og ætla að gera það sama og ég gerði með Juventus og Inter Milan. Það mikilvægasta hjá mér er að innleiða ítalska hugarfarið í Kína," sagði Marcello Lippi.

Marcello Lippi er orðinn 64 ára gamall en hann tekur við af Suður-Kóreumanninum Lee Jang-soo sem gerði Guangzhou Evergrande liðið að meisturum árið 2011 aðeins ári eftir að hann kom liðinu upp í úrvalsdeildina.

Lippi hefur unnið fimm ítalska meistaratitla en hann segist hafa verið að horfa á leiki Guangzhou undanfarnar vikur og að hann þekki næstum því alla leikmenn liðsins. Liðið er í eigu milljarðamæringsins Xu Jiayin sem tjaldar öllu til að gera félagið að því stærsta í Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×