Segir aðgerðirnar bitna mest á höfuðborgarsvæðinu VG skrifar 25. maí 2012 16:33 MYND „Þessar aðgerðir bitna mest á höfuðborgarsvæðinu, meirihluti þeirra sem láta af störfum eru þaðan, það er því ekki rétt að aðgerðirnar bitni verst á landsbyggðinni," segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, en mikil óánægja er með hagræðingaraðgerðir Landsbankans úti á landi þar sem til stendur að loka útibúum bankans og sameina öðrum. Þannig gagnrýndi Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna sameininguna og sagði hana meðal annars bitna harkalega á byggðarlögum úti á landi sem standa höllum fæti. Kristján segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Afgreiðslu bankans verður lokað á Flateyri og í Súðavík, á Bíldudal og á Króksfjarðarnesi. Þá verður afgreiðslan á Grundarfirði sameinuð útbúi í Snæfellsbæ. Útibú bankans á Eskifirði og Fáskrúðsfirði verða sameinuð útibúi á Reyðarfirði. Þá verður útibú í Árbæ sameinað útibúi í Grafarholti, en áfram verður afgreiðsla í Árbæ. Í þessum hagræðingaraðgerðum munu 50 manns missa vinnuna hjá bankanum. Kristján segir að það liggi í augum uppi að útibúakerfið sé áratugagamalt afar fáir starfsmenn sem hafi unnið í smæstu útibúunum. Hann segir það frekar í hag sveitarfélaga að útibú séu styrkt með þessum hætti og störf sköpuð sem krefjast frekari þekkingar. „Svo hafa einfaldlega orðið ótrúlegar framfarir í tæknimálum. 80 prósent viðskiptavina okkar stunda sín viðskipti við bankann með rafrænu hætti," segir Kristján. Hann bætir við að bankinn hafi fundað með bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem til stendur að leggja niður og sameina útibú. Hann segir að þar hafi verið skilningur á aðgerðunum. „En það er fullur skilningur á því að menn reyni að verja sín heimahéröð," segir Kristján en meðal þeirra sem eru afar ósáttir við breytingarnar er Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, sem hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. Kristján segir að eftir að Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík hafi það verið einsýnt að breytinga væri þörf. „Launakostnaður er stærsti hluti af rekstri bankans. Og það er náttúrulega þannig að smáar einingar eru reknar með tapi," útskýrir Kristján að lokum. Tengdar fréttir Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21 Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Þessar aðgerðir bitna mest á höfuðborgarsvæðinu, meirihluti þeirra sem láta af störfum eru þaðan, það er því ekki rétt að aðgerðirnar bitni verst á landsbyggðinni," segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, en mikil óánægja er með hagræðingaraðgerðir Landsbankans úti á landi þar sem til stendur að loka útibúum bankans og sameina öðrum. Þannig gagnrýndi Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna sameininguna og sagði hana meðal annars bitna harkalega á byggðarlögum úti á landi sem standa höllum fæti. Kristján segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Afgreiðslu bankans verður lokað á Flateyri og í Súðavík, á Bíldudal og á Króksfjarðarnesi. Þá verður afgreiðslan á Grundarfirði sameinuð útbúi í Snæfellsbæ. Útibú bankans á Eskifirði og Fáskrúðsfirði verða sameinuð útibúi á Reyðarfirði. Þá verður útibú í Árbæ sameinað útibúi í Grafarholti, en áfram verður afgreiðsla í Árbæ. Í þessum hagræðingaraðgerðum munu 50 manns missa vinnuna hjá bankanum. Kristján segir að það liggi í augum uppi að útibúakerfið sé áratugagamalt afar fáir starfsmenn sem hafi unnið í smæstu útibúunum. Hann segir það frekar í hag sveitarfélaga að útibú séu styrkt með þessum hætti og störf sköpuð sem krefjast frekari þekkingar. „Svo hafa einfaldlega orðið ótrúlegar framfarir í tæknimálum. 80 prósent viðskiptavina okkar stunda sín viðskipti við bankann með rafrænu hætti," segir Kristján. Hann bætir við að bankinn hafi fundað með bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem til stendur að leggja niður og sameina útibú. Hann segir að þar hafi verið skilningur á aðgerðunum. „En það er fullur skilningur á því að menn reyni að verja sín heimahéröð," segir Kristján en meðal þeirra sem eru afar ósáttir við breytingarnar er Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, sem hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. Kristján segir að eftir að Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík hafi það verið einsýnt að breytinga væri þörf. „Launakostnaður er stærsti hluti af rekstri bankans. Og það er náttúrulega þannig að smáar einingar eru reknar með tapi," útskýrir Kristján að lokum.
Tengdar fréttir Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21 Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21
Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37