Segir aðgerðirnar bitna mest á höfuðborgarsvæðinu VG skrifar 25. maí 2012 16:33 MYND „Þessar aðgerðir bitna mest á höfuðborgarsvæðinu, meirihluti þeirra sem láta af störfum eru þaðan, það er því ekki rétt að aðgerðirnar bitni verst á landsbyggðinni," segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, en mikil óánægja er með hagræðingaraðgerðir Landsbankans úti á landi þar sem til stendur að loka útibúum bankans og sameina öðrum. Þannig gagnrýndi Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna sameininguna og sagði hana meðal annars bitna harkalega á byggðarlögum úti á landi sem standa höllum fæti. Kristján segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Afgreiðslu bankans verður lokað á Flateyri og í Súðavík, á Bíldudal og á Króksfjarðarnesi. Þá verður afgreiðslan á Grundarfirði sameinuð útbúi í Snæfellsbæ. Útibú bankans á Eskifirði og Fáskrúðsfirði verða sameinuð útibúi á Reyðarfirði. Þá verður útibú í Árbæ sameinað útibúi í Grafarholti, en áfram verður afgreiðsla í Árbæ. Í þessum hagræðingaraðgerðum munu 50 manns missa vinnuna hjá bankanum. Kristján segir að það liggi í augum uppi að útibúakerfið sé áratugagamalt afar fáir starfsmenn sem hafi unnið í smæstu útibúunum. Hann segir það frekar í hag sveitarfélaga að útibú séu styrkt með þessum hætti og störf sköpuð sem krefjast frekari þekkingar. „Svo hafa einfaldlega orðið ótrúlegar framfarir í tæknimálum. 80 prósent viðskiptavina okkar stunda sín viðskipti við bankann með rafrænu hætti," segir Kristján. Hann bætir við að bankinn hafi fundað með bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem til stendur að leggja niður og sameina útibú. Hann segir að þar hafi verið skilningur á aðgerðunum. „En það er fullur skilningur á því að menn reyni að verja sín heimahéröð," segir Kristján en meðal þeirra sem eru afar ósáttir við breytingarnar er Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, sem hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. Kristján segir að eftir að Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík hafi það verið einsýnt að breytinga væri þörf. „Launakostnaður er stærsti hluti af rekstri bankans. Og það er náttúrulega þannig að smáar einingar eru reknar með tapi," útskýrir Kristján að lokum. Tengdar fréttir Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21 Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
„Þessar aðgerðir bitna mest á höfuðborgarsvæðinu, meirihluti þeirra sem láta af störfum eru þaðan, það er því ekki rétt að aðgerðirnar bitni verst á landsbyggðinni," segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, en mikil óánægja er með hagræðingaraðgerðir Landsbankans úti á landi þar sem til stendur að loka útibúum bankans og sameina öðrum. Þannig gagnrýndi Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna sameininguna og sagði hana meðal annars bitna harkalega á byggðarlögum úti á landi sem standa höllum fæti. Kristján segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Afgreiðslu bankans verður lokað á Flateyri og í Súðavík, á Bíldudal og á Króksfjarðarnesi. Þá verður afgreiðslan á Grundarfirði sameinuð útbúi í Snæfellsbæ. Útibú bankans á Eskifirði og Fáskrúðsfirði verða sameinuð útibúi á Reyðarfirði. Þá verður útibú í Árbæ sameinað útibúi í Grafarholti, en áfram verður afgreiðsla í Árbæ. Í þessum hagræðingaraðgerðum munu 50 manns missa vinnuna hjá bankanum. Kristján segir að það liggi í augum uppi að útibúakerfið sé áratugagamalt afar fáir starfsmenn sem hafi unnið í smæstu útibúunum. Hann segir það frekar í hag sveitarfélaga að útibú séu styrkt með þessum hætti og störf sköpuð sem krefjast frekari þekkingar. „Svo hafa einfaldlega orðið ótrúlegar framfarir í tæknimálum. 80 prósent viðskiptavina okkar stunda sín viðskipti við bankann með rafrænu hætti," segir Kristján. Hann bætir við að bankinn hafi fundað með bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem til stendur að leggja niður og sameina útibú. Hann segir að þar hafi verið skilningur á aðgerðunum. „En það er fullur skilningur á því að menn reyni að verja sín heimahéröð," segir Kristján en meðal þeirra sem eru afar ósáttir við breytingarnar er Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, sem hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. Kristján segir að eftir að Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík hafi það verið einsýnt að breytinga væri þörf. „Launakostnaður er stærsti hluti af rekstri bankans. Og það er náttúrulega þannig að smáar einingar eru reknar með tapi," útskýrir Kristján að lokum.
Tengdar fréttir Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21 Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Björn Valur: "Það er eitthvað súrt við þetta“ "Þetta slær menn,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, um ákvörðun Landsbankans um að loka og sameina útibú á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík. Starfsmönnum útibúanna úti á landi munu því fækka um 50 við þessar aðgerðir, 29 starfsmönnum hefur verið sagt upp en 15 verið boðinn starfslokasamningur vegna aldurs. 25. maí 2012 14:21
Hvetur til áhlaups á Landsbankann Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar. 25. maí 2012 15:37