Innlent

Hvetur til áhlaups á Landsbankann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jens Garðar Helgason er formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar.
Jens Garðar Helgason er formaður bæjarráðs Fjarðarbyggðar.
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð, hvetur íbúa á Fáskrúðsfirði og Eskifirði til þess að taka peninga sína út úr Landsbankanum og leggja þá inn á reikninga annarsstaðar.

„Bæjarstjórn er búin að senda frá sér harðorða bókun um lokanir á útibúum og hefur kynnt á fundi, núna fyrir kvöldmat, með fulltrúum Landsbankans. Hins vegar er það íbúanna og fyrirtækjanna á Fáskrúðsfirði og Eskifirði að sýna það í verki, skipta um banka og sýna þannig að hagræðingin verður engin. Ályktanir og bókanir hafa ekkert að segja fyrir bankann. Amk ætla ég að gera mér ferð á Norðfjörð í fyrramálið og stofna reikninga í Sparisjóðnum," sagði Jens Garðar Helgason á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi.

Eins og fram kom í fréttum í gær hyggst Landsbankinn spara með sameiningu útibúa og leggja nokkur útibú niður. Fimmtiu störf verði lögð niður og um 400 milljónir sparist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×