Fótbolti

Messi varð faðir í nótt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messi fagnar einu marka sinna í gær.
Messi fagnar einu marka sinna í gær. Nordic Photos / Getty Images
Lionel Messi átti viðburðarríkt kvöld í gær. Hann skoraði þrennu í ótrúlegum 5-4 sigri Barcelona á Deportivo og rauk svo upp á sjúkrahús eftir leik þar sem kona hans ól honum son.

„Messi er nú á leið upp á sjúkrahús en það er góð ástæða fyrir því," sagði Andoni Zubizarreta, einn forráðamanna Barcelona. „Það er alltaf gott að hitta son sinn."

Messi er 25 ára gamall en sambýliskona hans heitir Antonella Roccuzzo. Þau hafa áður greint frá því að sonurinn muni fá nafnið Thiago.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×