Fótbolti

Start upp í norsku úrvalsdeildina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Kristjánsson á góðri stundu með félögunum í Start.
Guðmundur Kristjánsson á góðri stundu með félögunum í Start.
Start, lið Guðmundar Kristjánssonar og Matthíasar Vilhjálmssonar, tryggðis sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sandefjord.

Guðmundur og Matthías voru báðir í liðinu sem situr í toppsæti B-deildarinnar með 63 stig. Sandefjord er í öðru sæti með 51 stig þegar þrjár umferðir eru óleiknar og getur því ekki náð Start að stigum.

Tvö efstu liðin í deildinni tryggja sér sæti í efstu deild og ljóst að Start verður annað þessara liða. Tap Sandefjord eru góðar fréttir fyrir Harald Björnsson og félaga hjá Sarpsborg 08.

Liðið situr í 3. sæti með 50 stig en liðið hefur leikið tveimur leikjum minna en Start og Sandefjord. Liðið á því í harðri baráttu við Sandefjord um annað sætið og getur, falli allt með liðinu og gegn Start í lokaleikjunum, náð efsta sætinu.

Staða efstu liða

1. Start 63 stig (27 leikir)

2. Sandefjord 51 stig (27 leikir)

3. Sarpsborg 08 50 stig (25 leikir)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×