Skýr krafa um breytingu á stjórnarskránni 21. október 2012 20:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira