Skýr krafa um breytingu á stjórnarskránni 21. október 2012 20:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira