Hinn 37 ára gamli Ítali Alessandro del Piero er alls ekki að hugsa um að leggja skóna á hilluna og segist ætla að spila nokkur ár í viðbót.
Hann er orðinn bekkjarforseti hjá Juventus og fær lítið að spila. Juve hefur gefið út að félagið ætli ekki að endurnýja samning leikmannsins sem rennur út næsta sumar en hann er sterklega orðaður við AC Milan sem kann allra liða best að mjólka það mesta úr eldri leikmönnum.
"Það er ljúft að vera á toppnum í deildinni en ég get ekki neitað því að mér líður illa á bekknum. Vonandi fer að koma að því að ég skori mitt fyrsta mark á nýja vellinum," sagði Del Piero.
"Ég reyni að hugsa sem minnst um hvað gerist næsta sumar en það er alveg ljóst að ég mun spila nokkur ár í viðbót. Ég hef enn alveg ótrúlega gaman af því að spila fótbolta."
Del Piero ætlar að spila í nokkur ár í viðbót

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


