Enski boltinn

Spurs vill fá Kaká í janúar

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er hrifinn af stórum stjörnum og setur markið hátt í leikmannamálum. Hann vill nú fá Brasilíumanninn Kaká frá Real Madrid í janúar.

Kaká á erfitt uppdráttar hjá Madrid, fær lítið að spila og virðist ekki eiga mikla framtíð þar. Redknapp er til í að leyfa honum að spila meira.

Líklegt er talið að Real selji Kaká næsta sumar en Redknapp vill fá miðjumanninn lánaðan strax í janúar. Þá fengi Kaká tækifæri til þess að sýna sig og sanna upp á nýtt seinni hluta tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×