Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, segist ekkert skilja í því af hverju hann sé ítrekað á varamannabekk Chelsea. Hann hefur ekki fengið neinar útskýringar frá stjóranum, Andre Villas-Boas.
"Ég vil spila. Það er einfalt mál. Ég er í toppformi, hef staðið mig vel þegar ég hef fengið tækifæri en fæ samt ekki að spila mikið," sagði Lampard.
"Ég hef ekki rætt þetta við Andre og því veit ég ekki um ástæður þess að ég er alltaf á bekknum."
Lampard var hetja Chelsea í gær er hann skoraði sigurmarkið úr víti gegn Man. City.
Lampard fær engar útskýringar frá Villas-Boas

Mest lesið






Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti

Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“
Íslenski boltinn

