Fótbolti

Riquelme fetar í fótspor John Travolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Argentínski knattspyrnumaðurinn, Juan Roman Riquelme, er enn stórstjarna í heimalandi sínu og kemur iðulega fyrir í sjónvarpinu þar sem hann auglýsir vinsælar vörur.

Þessi fyrrum leikmaður Barcelona og Villarreal fer algerlega á kostum í nýrri auglýsingu fyrir Pepsi og Lay´s.

Þar skellir Riquelme sér meðal annars í diskógallann og tekur spor sem John Travolta gerði vinsæl á sínum tíma.

Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×