Ferguson: Snýst ekki um hefnd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2011 18:52 Sir Alex Ferguson ræðir við blaðamenn í dag. Nordic Photos / Getty Images Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í dag að úrslitaleikurinn gegn Barcelona á morgun snúist ekki um að hefna fyrir tapið í Rómarborg árið 2009. United mætir Barca í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum annað kvöld. Þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum árið 2009 og þá höfðu Börsungar betur, 2-0. Ferguson segir að hann hafi lært mikið af þeim leik, sem og leikmenn United en þeir náðu sér fæstir á strik í áðurnefndum úrslitaleik. Samt sem áður segir Ferguson að leikurinn á morgun snúist ekki um að hefna þeirra ófarra. „Það var okkur vonbrigði að tapa leiknum en fyrir okkur snýst þetta ekki um hefnd - heldur okkar eigið stolt,“ sagði Ferguson í dag. Hann segir að leikmenn hafi lært mikið af leiknum og að það gæti reynst dýrmætt í þetta skiptið. Reynslan hafi margoft sýnt sig á núverandi tímabili í Meistaradeildinni. „Við erum með leikmenn í okkar röðum sem finnst gaman að spila í svona stórum leikjum. Rooney er mun þroskaðri í dag en hann var fyrir tveimur árum og hið sama á við um fleiri leikmenn.“ „Reynsla Rio Ferdinand og Nemanja Vidic er liðinu einnig lífsnauðsynleg. Við höfum staðið okkur vel í Meistaradeildinni á tímabilinu og það þýðir að við eigum góðan möguleika í leiknum á morgun.“ „Vissulega er Barcelona með frábært lið og hæfileikaríka leikmenn. En við munum líka sýna hvað í okkur býr. Þetta gæti því orðið frábær leikur.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Sjá meira
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í dag að úrslitaleikurinn gegn Barcelona á morgun snúist ekki um að hefna fyrir tapið í Rómarborg árið 2009. United mætir Barca í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum annað kvöld. Þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum árið 2009 og þá höfðu Börsungar betur, 2-0. Ferguson segir að hann hafi lært mikið af þeim leik, sem og leikmenn United en þeir náðu sér fæstir á strik í áðurnefndum úrslitaleik. Samt sem áður segir Ferguson að leikurinn á morgun snúist ekki um að hefna þeirra ófarra. „Það var okkur vonbrigði að tapa leiknum en fyrir okkur snýst þetta ekki um hefnd - heldur okkar eigið stolt,“ sagði Ferguson í dag. Hann segir að leikmenn hafi lært mikið af leiknum og að það gæti reynst dýrmætt í þetta skiptið. Reynslan hafi margoft sýnt sig á núverandi tímabili í Meistaradeildinni. „Við erum með leikmenn í okkar röðum sem finnst gaman að spila í svona stórum leikjum. Rooney er mun þroskaðri í dag en hann var fyrir tveimur árum og hið sama á við um fleiri leikmenn.“ „Reynsla Rio Ferdinand og Nemanja Vidic er liðinu einnig lífsnauðsynleg. Við höfum staðið okkur vel í Meistaradeildinni á tímabilinu og það þýðir að við eigum góðan möguleika í leiknum á morgun.“ „Vissulega er Barcelona með frábært lið og hæfileikaríka leikmenn. En við munum líka sýna hvað í okkur býr. Þetta gæti því orðið frábær leikur.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Sjá meira