Enski boltinn

Ancelotti verður áfram í Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, ætlar að halda kyrru fyrir í Englandi en hann hefur til að mynda verið orðaður við stjórastöðuna hjá QPR.

Ancelotti ætlar þó að taka lífinu með ró og er ekki æstur í að finna sér nýtt félag alveg strax.

„Ég ætla mér að vera áfram hjér í Englandi. Ég hef verið hér í tvö yndisleg ár, mér hefur liðið virkilega vel og ég vil vera hér áfram,“ sagði Ancelotti við enska fjölmiðla.

„En mér liggur ekkert á. Ég hef varla fengið frí síðan 1995 því ég hef alltaf verið að þjálfa. Ég vil nota þetta tækifæri til að sjá nýja hluti, takast á við nýjar áskoranir og öðlast nýja reynslu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×