Sextíu þúsund skráð skotvopn á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2011 18:30 Rúmlega sextíu þúsund skráð skotvopn eru hér á landi auk þess sem mikið magn óskráðra vopna er úti í samfélaginu. Yfirlögregluþjónn segir alltof mörg óskráð vopn í umferð og vill að mönnum verði gert kleift að skila þeim inn refsilaust. Eftir ódæðisverkin í Noregi er mönnum ljóst að slíkir atburðir geta í raun gerst hvar sem er í heiminum sé ásetningurinn til staðar og aðgangur að skotvopnum. Um sextíu þúsund skráð skotvopn eru á landinu öllu að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Geir Jón segir að á bak við þessa tölu séu þrjátíu þúsund gild skotvopnaleyfi. Þetta þýðir að mjög margir handhafar skotvopnaleyfa hafa fleiri en eina byssu til umráða. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruði skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Geir Jón Þórisson sagði erfitt að svara því hversu mörg óskráð vopn væru í umferð en ljóst væri að þau væru fleiri en góðu hófi gegndi. Lögreglan haldleggur á hverju ári umtalsvert magn af ólöglegum og óskráðum skotvopnum, oft í tengslum við rannsóknir á fíknefnamálum. Þetta veitir vísbendingar um að það séu miklu fleiri byssur í umferð en opinberar tölur segja til um. Enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi samkvæmt vopnalögum en refsivert er að hafa slík vopn undir höndum án leyfis. Geir Jón sagði að æskilegt væri að gefa fólki svigrúm til að skila inn óskráðum skotvopnum refsilaust til að fækka óskráðum byssum í umferð en ráðist var í slíka aðgerð veturinn 1967 -1968 þegar mönnum var heimilt að skila inn vopnum án þess að sæta ákæru. Tölur um byssueign og fjölda óskráðra vopna í umferð vekja líka upp spurningar um hvort endurskoða þurfi lagarammann um þessa hluti hér á landi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í vikunni að í ráðuneyti hans væri verið kanna hvort endurskoða þyrfti vopnalögin. „Það er nokkuð sem að við munum skoða hér í ráðuneytinu og hugsanlega leggja nýtt frumvarp fyrir ríkisstjórnina í haust, við erum að fara yfir hvort vopnalögin eru á einhvern hátt of rúm, við horfum til þess að einstaklingar hafa byssur sem þeir nota til veiða en síðan kunna að vera önnur vopn sem eiga ekkert heima á íslenskum heimilum," sagði innanríkisráðherra. Skipuð var nefnd fyrir tæpum tveimur árum sem skilaði af sér drögum að frumvarpi sem verið er að fara yfir í innanríkisráðuneytinu með hliðsjón af tilskipunum Evrópusambandsins, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður frumvarpið að öllum líkindum lagt fram í haust. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Rúmlega sextíu þúsund skráð skotvopn eru hér á landi auk þess sem mikið magn óskráðra vopna er úti í samfélaginu. Yfirlögregluþjónn segir alltof mörg óskráð vopn í umferð og vill að mönnum verði gert kleift að skila þeim inn refsilaust. Eftir ódæðisverkin í Noregi er mönnum ljóst að slíkir atburðir geta í raun gerst hvar sem er í heiminum sé ásetningurinn til staðar og aðgangur að skotvopnum. Um sextíu þúsund skráð skotvopn eru á landinu öllu að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Geir Jón segir að á bak við þessa tölu séu þrjátíu þúsund gild skotvopnaleyfi. Þetta þýðir að mjög margir handhafar skotvopnaleyfa hafa fleiri en eina byssu til umráða. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruði skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Geir Jón Þórisson sagði erfitt að svara því hversu mörg óskráð vopn væru í umferð en ljóst væri að þau væru fleiri en góðu hófi gegndi. Lögreglan haldleggur á hverju ári umtalsvert magn af ólöglegum og óskráðum skotvopnum, oft í tengslum við rannsóknir á fíknefnamálum. Þetta veitir vísbendingar um að það séu miklu fleiri byssur í umferð en opinberar tölur segja til um. Enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi samkvæmt vopnalögum en refsivert er að hafa slík vopn undir höndum án leyfis. Geir Jón sagði að æskilegt væri að gefa fólki svigrúm til að skila inn óskráðum skotvopnum refsilaust til að fækka óskráðum byssum í umferð en ráðist var í slíka aðgerð veturinn 1967 -1968 þegar mönnum var heimilt að skila inn vopnum án þess að sæta ákæru. Tölur um byssueign og fjölda óskráðra vopna í umferð vekja líka upp spurningar um hvort endurskoða þurfi lagarammann um þessa hluti hér á landi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í vikunni að í ráðuneyti hans væri verið kanna hvort endurskoða þyrfti vopnalögin. „Það er nokkuð sem að við munum skoða hér í ráðuneytinu og hugsanlega leggja nýtt frumvarp fyrir ríkisstjórnina í haust, við erum að fara yfir hvort vopnalögin eru á einhvern hátt of rúm, við horfum til þess að einstaklingar hafa byssur sem þeir nota til veiða en síðan kunna að vera önnur vopn sem eiga ekkert heima á íslenskum heimilum," sagði innanríkisráðherra. Skipuð var nefnd fyrir tæpum tveimur árum sem skilaði af sér drögum að frumvarpi sem verið er að fara yfir í innanríkisráðuneytinu með hliðsjón af tilskipunum Evrópusambandsins, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður frumvarpið að öllum líkindum lagt fram í haust. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira