Enski boltinn

Jafnt hjá Reading en Matthías og félagar töpuðu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson.

Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og Brynjar Björn Gunnarsson kom af bekknum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Sheff. Utd á útivelli í ensku B-deildinni.

Brynjar kom af bekknum á 70. mínútu og nældi sér í gult spjald en Ívar lék allan leikinn.

Shane Long kom Reading yfir níu mínútum fyrir leikslok en Daniel Bogdanovic náði að jafna á 88. mínútu.

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Colchester sem tapaði, 2-0, fyrir Notts County í ensku C-deildinni. Matthías fór af velli á 68. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×