Enski boltinn

Balotelli biður félaga sína afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli í leiknum fræga.
Balotelli í leiknum fræga.
Ítalski framherjinn Mario Balotelli hefur beðist afsökunar á heimskulega rauða spjaldinu sem hann fékk í Evrópuleiknum gegn Dynamo Kiev.

Hann tæklaði leikmann Kiev á skrautlegan hátt eftir aðeins 36 mínútur og fékk beint rautt fyrir vikið.

"Ég bið félaga mína innilegrar afsökunar á því að hafa látið reka mig af velli svona snemma í mikilvægum leik. Ég ætlaði samt að gera mitt besta fyrir liðið í þessum leik," sagði Balotelli á heimasíðu Man. City.

"Ég var ekki að reyna að meiða andstæðinginn. Ég var bara að reyna að fara í boltann. Ég vona að liðsfélagar mínir geti fyrirgefið mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×