Enski boltinn

Everton með góðan sigur á Fulham - Eiður fékk aðeins að spila

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Saha fagnar marki sínu í dag.
Saha fagnar marki sínu í dag.
Everton hækkaði sig upp um eitt sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið vann fínan heimasigur á Fulham, 2-1. Everton er í áttunda sæti deildarinnar eftir sigurinn.

Seamus Coleman kom Everton yfir á 36. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Everton byrjaði síðari hálfleikinn vel og Louis Saha kom liðinu í 2-0 á 48. mínútu.

Clint Dempsey minnkaði muninn fyrir Fulham á 62. mínútu en þar við sat. Fulham er í tólfta sæti deildarinnar.

Eiður Smári Guðjohnsen fékk að spila síðustu sex mínútur leiksins fyrir Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×