Enski boltinn

Dalglish: Frábært að halda hreinu þriðja leikinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish stýrði Liverpool til sigurs í þriðja leiknum í röð í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Stoke á Anfield en þetta var fyrsti leikur félagsins án Fernando Torres.

„Við erum allir ánægðir með þessi úrslit og það er frábært að halda hreinu þriðja leikinn í röð. Þegar þú færð ekki á þig mark þá eru alltaf miklar líkur á sigri," sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool eftir leikinn.

„Það eru líka allir ánægðir fyrir hönd Luis [Suarez]. Hann hefur ekki einu sinni æft með okkur en sýndi okkur í kvöld hvað hann getur. Ég get ekki beðið eftir því að fá að vinna með honum," sagði Dalglish en Luis Suarez kom Liverpool í 2-0 aðeins sextán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×