Enski boltinn

Fer ekki í syndabælið Las Vegas af trúarlegum ástæðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Leyton fagna gegn Arsenal.
Leikmenn Leyton fagna gegn Arsenal.
Það braust út mikil gleði í búningsklefa Leyton Orient þegar þeir fengu veður af því að stjórnarformaður félagsins ætlaði að bjóða öllu liðinu til Las Vegas fyrir að ná jafntefli gegn Arsenal.

Strákarnir eru klárir í slaginn. Allir nema einn. Hinn 18 ára gamli Jose-Paul M'poku hefur afþakkað að boðið af trúarlegum ástæðum.

"Ég kýs að vera heima. Las Vegas er syndabæli og slíkur staður hentar ekki trúuðum manni eins og mér," sagði M'poku.

M'poku sagði að stjórnarformaðurinn hefði verið til í að fara með liðið í einkaþotu sinni strax eftir leik en þjálfarinn hefði stöðvað hann þar sem liðið átti leik nokkrum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×