Þjálfari Gylfa fær langtímasamning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2011 12:15 Marco Pezzaiuoli. Nordic Photos / Bongarts Marco Pezzaiuoli verður áfram þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim en hann skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Pezzaiuoli tók við sem knattspyrnustjóri eftir að Ralf Rangnick hætti í síðasta mánuði. Það var Rangnick sem keypti Gylfa til félagsins frá Reading í Englandi en hann var búinn að vera stjóri liðsins í fjögur og hálft ár. Pezzaiuoli var áður aðstoðarþjálfari Rangnick en við því starfi tók hann í sumar. Síðan hann tók við sem aðalþjálfari hefur Hoffenheim átt misjöfnu gengi að fagna. Liðið tapaði fyrir Energie Cottbus í þýsku bikarkeppninni og lék þrjá leiki í röð án þess að sigra þar til að liðið vann 1-0 sigur á Schalke um síðustu helgi. Gylfi Þór hefur ekki verið í byrjunarliði Hoffenheim í deildarleik síðan að Pezzaiuoli tók við en hann kom inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum. Gylfi hefur reyndar misst af leik vegna veikinda. Pezzaiuoli hóf feril sinn sem leikmaður í neðri deildum Þýskalands en ákvað að hætta vegna þrálátra meiðsla ungur að aldri. Hann hóf þjálfaraferil sinn aðeins 23 ára gamall hjá Karlsruher SC. Fyrst sem þjálfari unglingaliða en hann var einnig um tíma aðstoðarþjálfari Joachim Löw, núverandi landsliðsþjálfara Þýskalands, hjá félaginu. Pezzaiuoli starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá liði Suwon í Suður-Kóreu í þrjú ár en hóf svo störf hjá þýska knattspyrnusambandinu árið 2007 og þjálfaði þar yngri landslið til ársins 2010. Hann var svo ráðinn til Hoffenheim síðastliðið sumar og verður nú knattspyrnustjóri liðsins til loka tímabilsins 2014. Pezzaiuoli 43 ára gamall. Þess má geta að faðir Pezzaiuoli er ítalskur en móðir hans frá Hollandi. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Þýski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Marco Pezzaiuoli verður áfram þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim en hann skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Pezzaiuoli tók við sem knattspyrnustjóri eftir að Ralf Rangnick hætti í síðasta mánuði. Það var Rangnick sem keypti Gylfa til félagsins frá Reading í Englandi en hann var búinn að vera stjóri liðsins í fjögur og hálft ár. Pezzaiuoli var áður aðstoðarþjálfari Rangnick en við því starfi tók hann í sumar. Síðan hann tók við sem aðalþjálfari hefur Hoffenheim átt misjöfnu gengi að fagna. Liðið tapaði fyrir Energie Cottbus í þýsku bikarkeppninni og lék þrjá leiki í röð án þess að sigra þar til að liðið vann 1-0 sigur á Schalke um síðustu helgi. Gylfi Þór hefur ekki verið í byrjunarliði Hoffenheim í deildarleik síðan að Pezzaiuoli tók við en hann kom inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum. Gylfi hefur reyndar misst af leik vegna veikinda. Pezzaiuoli hóf feril sinn sem leikmaður í neðri deildum Þýskalands en ákvað að hætta vegna þrálátra meiðsla ungur að aldri. Hann hóf þjálfaraferil sinn aðeins 23 ára gamall hjá Karlsruher SC. Fyrst sem þjálfari unglingaliða en hann var einnig um tíma aðstoðarþjálfari Joachim Löw, núverandi landsliðsþjálfara Þýskalands, hjá félaginu. Pezzaiuoli starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá liði Suwon í Suður-Kóreu í þrjú ár en hóf svo störf hjá þýska knattspyrnusambandinu árið 2007 og þjálfaði þar yngri landslið til ársins 2010. Hann var svo ráðinn til Hoffenheim síðastliðið sumar og verður nú knattspyrnustjóri liðsins til loka tímabilsins 2014. Pezzaiuoli 43 ára gamall. Þess má geta að faðir Pezzaiuoli er ítalskur en móðir hans frá Hollandi. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi.
Þýski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira