Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, er afar spenntur fyrir því að fá gamla varnarmanninn, Paolo Maldini, í þjálfarateymið sitt.
Maldini lék yfir 100 landsleiki á sínum tíma og sjálfur hefur hann mikinn áhuga á því að taka þátt í spennandi fótboltaverkefni.
"Vonandi verður Maldini hluti af okkar teymi. Maldini kemur með reynslu, persónuleika og fleira inn í þennan hóp," sagði Prandelli.
"Maldini er táknmynd fyrir ítalska landsliðið víða um heim."
Maldini gæti aðstoðað ítalska landsliðið

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

