Enski boltinn

Warnock: Barton er mikill leiðtogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joey Barton gengur hér inn á völlinn í gær með fyrirliðabandið.
Joey Barton gengur hér inn á völlinn í gær með fyrirliðabandið. Mynd. / Getty Images
Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, er sannfærður um að Joey Barton sé rétti maðurinn til að vera fyrirliði liðsins.

Barton var óvænt fyrirliði félagsins í gær þegar liðið tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Barton hefur át heldur skrautlegan feril og oft komist í kast við lögin, en hann gekk í raðir QPR í sumar.

Adel Taarabt hefur verið fyrirliði QPR að undanförnu og því kom það öllum á óvart þegar nýr fyrirliði mætti á völlinn í gær.

„Ég spjallaði við Adel í síðustu viku og við vorum báðir sammála að Barton væri tilvalinn fyrirliði,“ sagði Warnock.

„Okkur vantar mikinn leiðtoga og ég held að Barton sé sá maður“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×