Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, fór ekki til Portúgals með félaginu í morgun, en liði mætir Befica í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Ferdinand á við smávægileg meiðsli að stríða og mun því ekki taka þátt í leiknum. Nemanja Vidic er sem fyrr meiddur og því mun vanta helstu reynslubolta liðsins í hjarta varnarinnar.
Það hefur hingað til ekki komið að sök þar sem ungu leikmenn Manchester United hafa hreinlega farið á kostum á tímabilinu.
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld og heldur síðan áfram annað kvöld, en fjölmargir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

