Beckenbauer: Götze eins og Messi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2011 16:00 Mario Götze hefur vakið mikla athygli. Nordic Photos / Bongarts Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi. Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust. „Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“ Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann. Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi. Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust. „Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“ Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann. Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira