Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
„Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi.
Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust.
„Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“
Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann.
Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni.
Beckenbauer: Götze eins og Messi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn



Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn