Beckenbauer: Götze eins og Messi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2011 16:00 Mario Götze hefur vakið mikla athygli. Nordic Photos / Bongarts Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi. Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust. „Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“ Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann. Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira
Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Það er ekki hægt að stoppa Mario Götze,“ sagði Beckenbauer en Götze hefur einnig slegið í gegn með þýska landsliðinu og skoraði á dögunum sitt fyrsta landsliðsmark. Um leið varð hann næstyngsti markaskorari þýska landsliðsins frá upphafi. Þess má einnig geta að þegar að Götze kom inn á sem varamaður ásamt öðrum ungum leikmanni, André Schürrle, í fyrsta landsleik þeirra beggja þann 17. nóvember árið 2010 urðu þeir um leið fyrstu leikmennirnir til að spila með þýska landsliðinu sem voru fæddir eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust. „Hann býr yfir sömu hæfileikum og Messi,“ bætti Beckenbauer við. „Hann hleypur í gegnum andstæðinga sína eins og þeir væru einfaldlega ekki til staðar. Hann er náttúrúundur, alveg eins og Messi.“ Götze var lykilmaður í liði Dortmund á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Hann er einungis nítján ára gamall en skoraði sex mörk á tímabilinu og lagði upp fimmtán til viðbótar. Þýskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir kappanum og er óhætt að segja að miklar vonir séu bundnar við hann. Þessi ungi kappi á þó eftir að sanna sig á stóra sviðinu - Meistaradeild Evrópu - og fær hann fyrsta tækifærið til þess í kvöld. Það er vert að hafa augu með þessum stórefnilega leikmanni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira