Ríkisendurskoðun: Bændasamtökin með of víðtækt stjórnsýsluhlutverk 25. mars 2011 16:45 Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Bændasamtökum Íslands hefur verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála. Þetta er álit Ríkisendurskoðunar sem fram kemur í nýrri skýslu en þar segir að endurskoða þrufi fyrirkomulagið. Þá verði stjórnvöld að efla eftirlit sitt með framlögum til landbúnaðar. Í skýrslunni kemur fram sú skoðun Ríkisendurskoðunar að óæskilegt sé að Bændasamtökin annist bæði framkvæmd stjórnsýsluverkefna og eftirlit með henni. Er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hvatt til að hafa frumkvæði að endurskoðun fyrirkomulagsins. Þá telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytið þurfi að fylgjast betur en nú með hvort ráðstöfun ríkisframlaga til landbúnaðar sé í samræmi við lög, reglur og samninga og skili þeim árangri sem til er ætlast. „Alþingi og stjórnvöld hafa falið Bændasamtökum Íslands, sem eru hagsmunasamtök bænda, framkvæmd margvíslegra stjórnsýsluverkefna á sviði landbúnaðarmála og eftirlit með henni. Meðal annars taka samtökin ákvarðanir um opinberar greiðslur til bænda, annast útreikning þeirra og afgreiðslu. Einnig sinna samtökin ráðgjöf við stjórnvöld og fulltrúar þeirra sitja í nefndum sem taka ákvarðanir um landbúnaðarmál. Þá annast samtökin áætlana- og hagskýrslugerð um landbúnað,“ segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. „Hingað til hefur ráðuneytið nýtt gögn og þekkingu um landbúnað sem Bændasamtökin búa yfir. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf ráðuneytið að tryggja að það hafi ávallt greiðan aðgang að upplýsingum um landbúnaðarmál, t.d. með því að stofnun á þess vegum afli og vinni úr slíkum upplýsingum. Þá telur Ríkisendurskoðun óæskilegt að samtökunum sé falið að gera hagskýrslur um landbúnað enda verði óhlutdrægni slíkra skýrslna að vera hafin yfir vafa,“ segir ennfremur. „Samkvæmt lögum annast Matvælastofnun ýmsa stjórnsýslu á sviði landbúnaðarmála. Stofnunin hefur að hluta til útvistað þessum verkefnum til Bændasamtakanna með samningi. Að mati Ríkisendurskoðunar væri æskilegt að hún annaðist þau sjálf.“ Loks telur Ríkisendurskoðun að samningar stjórnvalda við Bændasamtökin „þurfi að kveða skýrt á um hvort og þá að hve miklu leyti fjárreiðulög, stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um opinber innkaup gildi um þau verkefni sem þar er mælt fyrir um.“ Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Bændasamtökum Íslands hefur verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála. Þetta er álit Ríkisendurskoðunar sem fram kemur í nýrri skýslu en þar segir að endurskoða þrufi fyrirkomulagið. Þá verði stjórnvöld að efla eftirlit sitt með framlögum til landbúnaðar. Í skýrslunni kemur fram sú skoðun Ríkisendurskoðunar að óæskilegt sé að Bændasamtökin annist bæði framkvæmd stjórnsýsluverkefna og eftirlit með henni. Er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hvatt til að hafa frumkvæði að endurskoðun fyrirkomulagsins. Þá telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytið þurfi að fylgjast betur en nú með hvort ráðstöfun ríkisframlaga til landbúnaðar sé í samræmi við lög, reglur og samninga og skili þeim árangri sem til er ætlast. „Alþingi og stjórnvöld hafa falið Bændasamtökum Íslands, sem eru hagsmunasamtök bænda, framkvæmd margvíslegra stjórnsýsluverkefna á sviði landbúnaðarmála og eftirlit með henni. Meðal annars taka samtökin ákvarðanir um opinberar greiðslur til bænda, annast útreikning þeirra og afgreiðslu. Einnig sinna samtökin ráðgjöf við stjórnvöld og fulltrúar þeirra sitja í nefndum sem taka ákvarðanir um landbúnaðarmál. Þá annast samtökin áætlana- og hagskýrslugerð um landbúnað,“ segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. „Hingað til hefur ráðuneytið nýtt gögn og þekkingu um landbúnað sem Bændasamtökin búa yfir. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf ráðuneytið að tryggja að það hafi ávallt greiðan aðgang að upplýsingum um landbúnaðarmál, t.d. með því að stofnun á þess vegum afli og vinni úr slíkum upplýsingum. Þá telur Ríkisendurskoðun óæskilegt að samtökunum sé falið að gera hagskýrslur um landbúnað enda verði óhlutdrægni slíkra skýrslna að vera hafin yfir vafa,“ segir ennfremur. „Samkvæmt lögum annast Matvælastofnun ýmsa stjórnsýslu á sviði landbúnaðarmála. Stofnunin hefur að hluta til útvistað þessum verkefnum til Bændasamtakanna með samningi. Að mati Ríkisendurskoðunar væri æskilegt að hún annaðist þau sjálf.“ Loks telur Ríkisendurskoðun að samningar stjórnvalda við Bændasamtökin „þurfi að kveða skýrt á um hvort og þá að hve miklu leyti fjárreiðulög, stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um opinber innkaup gildi um þau verkefni sem þar er mælt fyrir um.“
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu