Fótbolti

Myndband af fyrsta marki Alfreðs með Lokeren

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leiknum um helgina.
Alfreð Finnbogason í leiknum um helgina.
Alfreð Finnbogason skoraði glæsilegt mark er hann tryggði sínum mönnum í Lokeren 1-1 jafntefli gegn Charleroi í belgísku úrvalsdeildinni um helgina.

Alfreð var í byrjunarliði Lokeren í fyrsta sinn síðan hann kom til liðsins í haust en hann hafði komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum á undan.

Charleroi komst yfir á 58. mínútu en Alfreð jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok.

Mark hans var glæsilegt. Hann tók aukaspyrnu á vinstri kanti en í stað þess að gefa háan bolta inn á teig gaf hann á samherja og tók sjálfur á sprett inn í teiginn.

Þar fékk hann boltann aftur, lék á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti.

Samantekt úr leiknum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×