Enski boltinn

Hernandez hetja Manchester United í sigri á Everton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Javier Hernandez skallar boltanum í netið. Mynd. / Getty Images
Javier Hernandez skallar boltanum í netið. Mynd. / Getty Images
Manchester United sigraði Everton 1-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það var Javier Hernandez, leikmaður Man. Utd. sem skoraði eina mark leiksins á 84.mínútu með skalla.



Manchester United náði því níu stiga forskoti á toppi deildarinnar tímabundið í það minnsta, en Chelsea leikur við West-Ham síðar í dag og getur minnkað muninn aftur.

Leikurinn var heldur bragðdaufur, en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimamenn að pressa af miklum krafi að marki Everton.



Antonia Valencia, leikmaður Manchester United, átti virkilega góða fyrirgjöf fyrir markið sem Hernandez skallaði glæsilega í markið. Þessi leikmaður má varla glæðast í rauða treyju án þess að skora en hann hefur átt hreint stórkostlegt tímabil fyrir Manchester United.





fylgst var með helstu atvikum leiksins hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×