Enski boltinn

Carew má spila gegn Aston Villa í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Mynd. / Getty Images
Tony Pulis, framkvæmdarstjóri Stoke, sagði við fjölmiðla í gær að John Carew mætti vel spila gegn Aston Vill í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ástæðan ku vera að Aston Vill hefur sagt samninginum upp við Carew og ætlar sér ekki að nota leikmanninn meira.



Aston Villa lánaði leikmanninn til Stoke ekki alls fyrir löngu, en Carew átti í útistöðum við knattspyrnustjóra Aston Villa, Gerard Houllier. Deilurnar ná langt aftur í tímann eða frá því þegar Houllier var við stjórnvölin hjá Lyon í Frakklandi.

Carew mun hafa sagt í fjölmiðlum að Houllier væri versti knattspyrnustjóri sem hann hefði unnið með og eftir það lék hann ekki fleiri leiki með franska klúbbnum



„Aston Villa hefur sagt upp samninginum við Carew og við tókum við honum út tímabilið svo hann verður löglegur gegn Villa,“ sagði Tony Pulis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×