Enski boltinn

Ferguson: Hernandez mætir fyrstur á æfingar og fer síðastur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ferguson er virkilega ánægður með Baunina. Mynd. / Getty Images.
Ferguson er virkilega ánægður með Baunina. Mynd. / Getty Images.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi í dag að honum hefði ekki órað fyrir því að Javier Hernandez ætti eftir að spila svona stórt hlutverk hjá liðinu á tímabilinu.

Javier Hernandez  eða litla baunin eins og hann er kallaður skoraði sigurmark Man. Utd. gegn Everton rétt fyrir leikslok, en markið var hans 19. á tímabilinu. Hernandez  kom til Manchester United frá mexíkóska liðinu Guadalajara á aðeins 6 milljónir punda.

„Við bjuggumst ekki við þessu frá Hernandez. Ég gerði ráð fyrir einu ári þar sem leikmaðurinn þyrfti að aðlagast ensku deildinni og styrkja sig líkamlega“.

„Hann hefur nú þegar afrekað þetta og meira til. Hann mættir á hverjum degi kl níu að morgni og yfirgefur æfingarsvæðið síðastur, þessi drengur hefur gríðarlegan metnað,“ sagði Ferguson.

Ferguson telur að lið hans eigi góða möguleika á því að standa uppi sem sigurvegarar í deildinni og verða ofar en Chelsea og Arsenal. 

„Það eru aðeins fjórir leikir eftir hjá okkur og hvernig strákarnir eru að spila þessa daganna þá eigum við virkilega góða möguleika á titlinu“.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×