Íslenski boltinn

Fundað með stuðningsmönnum ÍBV vegna stúkumálsins í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teikning af nýrri stúku við Hásteinsvöll.
Teikning af nýrri stúku við Hásteinsvöll.
Félagsfundur verður haldinn í Týsheimilinu í Vestmannaeyjum klukkan 20 í kvöld vegna stúkumálsins svokallaða. Stuðningsmenn ÍBV eru sérstaklega hvattir til að mæta.

ÍBV er að renna út á undanþágufresti vegna áhorfendaaðstöðu á Hásteinsvelli og fær ekki að spila á vellinum á næsta tímabili nema að yfirbyggð stúka verði byggð við völlinn.

Vestmannaeyjabær samþykkti að jafna framlag KSÍ til byggingarinnar, um 10-12 milljónir króna. ÍBV hefur látið teikna stúku sem kostar um 70-80 milljónir króna og vantar því enn heilmikið upp á.

Er það skoðun meirihluta bæjarstjórnar að framlagið sé ríflegt enda stutt síðan að hálfur milljarður var lagður í byggingu knattspyrnuhúss í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×