Lagaprófessorar ekki einhuga um túlkun 26. janúar 2011 10:30 Eiríkur Tómasson. Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings. Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum. Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis." Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna. Sigurður Líndal. Fara verður að lögum Sigurður Líndal sagðist í gærkvöldi ekki hafa lesið ályktun Hæstaréttar en lagði áherslu á að ætíð verði að fara nákvæmlega eftir lögum. „Í svona tilfellum verður að fara eftir lögunum í þeirra strangasta skilningi. Þarna á það við, því ef það er farið að slaka á þeim þá vitum við ekki hvar við endum. Álitamálin verða endalaus og við endum í ógöngum." Sigurður segir að þótt framhaldið sé óvíst, sé misráðið að líta framhjá þessu áliti Hæstaréttar. „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því." thorgils@frettabladid.is, jonab@frettabladid.is Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings. Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum. Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis." Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna. Sigurður Líndal. Fara verður að lögum Sigurður Líndal sagðist í gærkvöldi ekki hafa lesið ályktun Hæstaréttar en lagði áherslu á að ætíð verði að fara nákvæmlega eftir lögum. „Í svona tilfellum verður að fara eftir lögunum í þeirra strangasta skilningi. Þarna á það við, því ef það er farið að slaka á þeim þá vitum við ekki hvar við endum. Álitamálin verða endalaus og við endum í ógöngum." Sigurður segir að þótt framhaldið sé óvíst, sé misráðið að líta framhjá þessu áliti Hæstaréttar. „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því." thorgils@frettabladid.is, jonab@frettabladid.is
Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira