Enski boltinn

Gary Speed tók eigið líf í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, fannst látinn á heimili sínu í nótt. Hann féll fyrir eigin hendi.

Blaðamaður Times staðfesti nú fyrir stundu að Speed hafi tekið eigið líf, en mikil sorg ríkir nú í knattspyrnuheiminum vegna þessa.

Gary Speed tók við landsliði Wales í desember árið 2010 og hefur knattspyrnusamband landsins nú staðfest andlát Speed, sem var aðeins 42 ára gamall.

Speed lék á sínum ferli með ensku liðunum Leeds, Newcastle, Everton, Bolton og Sheffield United og var afar virtur á Bretlandseyjum.

Hann hafði stýrt landsliði Wales í alls tíu leikjum en náði verulega góðum árangri á skömmum tíma. Hann var þar að auki annar leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá stofnun hennar.

„Við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur," sagði í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Wales.

Hér að ofan má sjá myndband af ferli Speed.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×