Enski boltinn

Bellamy dregur sig úr hópnum hjá Liverpool vegna fráfalls Gary Speed

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir félagarnir í leik með Newcastle árið 2001.
Þeir félagarnir í leik með Newcastle árið 2001. Mynd. / Getty Images
Craig Bellamy hefur dregið sig úr hópnum hjá Liverpool fyrir leikinn gegn Manchester City sem fram fer síðar í dag á Anfield, en leikmaðurinn er harmi sleginn eftir fregnir af dauða Gary Speed og mun því ekki spila með Liverpool í dag.

Craig Bellamy er Walesverji og lék undir stjórin Gary Speed hjá landsliðinu. Þeir léku einnig saman hjá Newcastle og voru góðir vinir. Einna mínútu þögn verður á öllum knattspyrnuleikjum í Bretlandi í dag.

Gary Speed var aðeins 42 ára þegar hann lést, en hann tók eigið líf í nótt á heimili sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×