Fótbolti

Fékk rautt spjald fyrir að tækla áhorfanda í Boratsundskýlu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ashley Vickers er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum en hann er leikmaður og þjálfari enska fótboltaliðsins Dorchester Town. Vickers, sem er 38 ára gamall, fékk rautt spjald í leik gegn Havant & Waterlooville fyrir skrautlega „ruðningstæklingu" þar sem hann stöðvaði mann sem hljóp um völlinn í skærgrænni „Boratsundskýlu"

Myndbandið sem fylgir fréttinni segir allt sem segja þarf um uppákomuna sem er ótrúleg.

Vickers fékk beint rautt spjald í stöðunni 1-1 á 70. mínútu en hann lék á sínum tíma með Sheffield United. Aðstoðarmenn Vickers mótmæltu dómnum ákaft og fengu þeir einnig reisupassann frá dómaranum. Dorchester tapaði leiknum 3-1 en tveir varnarmenn liðsins fengu rautt spjald á lokakafla leiksins.

„Ég er orðlaus, ég hélt að ég væri að gera starfsmönnum leiksins greiða þar sem þeir voru ekki líklegir til þess að ná manninum. Ég vildi bara að leikurinn héldi áfram og það fyndna er að starfsmenn leiksins þökkuðu mér fyrir að ná manninum," sagði Vickers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×