Fótbolti

Skoraði mark eftir fjórar sekúndur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ótrúlegt mark var skorað í neðri deildunum á Ítalíu um síðustu helgi og hafa vafalaust fá mörk verið skoruð jafn snemma í knattspyrnuleik og þá.

Michele Virgilio skoraði þá mark aðeins fjórum sekúndum eftir að flautað var til leiks og kom sínum mönnum í Narnese yfir gegn Casa del Diavolo.

Virgilio fékk boltann strax eftir upphafssparkið á miðju og lét einfaldlega vaða að markinu. Boltinn hafnaði í netinu og glæsilegt mark staðreynd.

Þetta er þó ekki einsdæmi þar sem svipað mark var skorað í Sádí Arabíu fyrir tveimur árum síðan. Það var sagt hafa komið eftir einungis tvær sekúndur. Það mark má sjá hér en markið á Ítalíu með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×