Íslenski boltinn

ÍBV og BÍ/Bolungarvík áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórarinn Ingi skoraði sitt þriðja marka á tímabilinu í kvöld.
Þórarinn Ingi skoraði sitt þriðja marka á tímabilinu í kvöld. Mynd/Anton
Tveir leikir hófust klukkan 18.00 í Valitor-bikarkeppni karla og er þeim báðum lokið. ÍBV og BÍ/Bolungarvík tryggðu sér þá sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

ÍBV vann 3-0 sigur á Kjalnesingum en leikurinn fór fram á Framvellinum. Þórarinn Ingi Valdimarsson, Yngvi Borgþórsson (víti) og Ian Jeffs skoruðu mörk ÍBV sem hafði 1-0 forystu í hálfleik.

BÍ/Bolungarvík áttu svo í engum vandræðu með Reyni frá Sandgerði og unnu 5-1. Leikurinn fór fram fyrir vestan og skoraði Kevin Brown fyrstu tvö mörk heimamanna áður en Þorsteinn Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir Sandgerðinga.

Birkir Sveinsson, Jónmundur Grétarsson og Colin Marshall skoruðu svo hin mörk BÍ/Bolungarvíkur og tryggðu sínum mönnum þar með öruggan sigur.

Upplýsingar um markaskorara frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×