Íslenski boltinn

Daníel: Vildi ekki láta mig detta eins og stelpa

Henry Birgir Gunnarsson á Stjörnuvelli skrifar
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki par sáttur við dómara leiksins að hafa ekki dæmt á Baldur Sigurðsson þegar hann var sloppinn í gegnum vörn KR eftir rúmlega 20 mínútna leik í kvöld.

"Það var vendipunktur í leiknum. Það var svo greinilega togað í mig. Ég hefði kannski átt að láta mig detta eins og stelpa en ég gerði það ekki," sagði Daníel svekktur.

"Baldur togar í hálsmálið á mér og dómararnir sáu það alveg. Þeir sögðu að ég hefði verið kominn í svo gott færi að þeir slepptu því að dæma," sagði Daníel en hann viðurkenndi þó að Stjarnan hefði ekki átt góðan leik.

"Við vorum ekki almennilega tilbúnir. Ég veit ekki hvort það var þreyta eða eitthvað. Við komum ekki nógu vel stemmdir í þennan leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×