Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagðist aldrei hafa verið í rónni fyrr en KR komst í 0-2 á móti Stjörnunni en KR vann leik liðanna í Valitor-bikarnum, 0-3.
"Þegar leið á leikinn var þetta öruggt. Þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum og gerðu okkur erfit fyrir. Þegar við skorum gott mark þá fara þeir framar og bjóða okkur upp á góðar skyndisóknir. Við skorum úr einni slíkri og eftir það var þetta aldrei spurning," sagði Rúnar en hans menn hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik miðað við færin sem þeir fengu.
"Við áttum fín færi til að komast í væna stöðu. Þeir fengu líka færi en staðan í hálfleik var réttlátt. 1-0 er ekki mikil forystu og ég var aldrei rólegur í þeirri stöðu," sagði Rúnar sem fagnaði því að ná sigri á "teppinu".
"Við höfum aldrei tapað þó svo við höfum ekki unnið og á venjulegu grasi unnum við alltaf. Vonandi erum við að snúa genginu við á teppinu," sagði Rúnar sem er feginn að vera búinn með leikina á gervigrasinu.
Rúnar: Aldrei spurning eftir annað markið
Henry Birgir Gunnarsson á Stjörnuvelli skrifar
Mest lesið


Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans
Enski boltinn

„Hjartað rifið úr okkur“
Körfubolti


KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar
Körfubolti


Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin
Enski boltinn


Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins
Körfubolti

Fleiri fréttir
