Enski boltinn

Samba fékk nýjan samning hjá Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaðurinn Christopher Samba hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar 2015.

Haft var eftir Samba í desember síðastliðnum að hann vildi losna frá félaginu en knattspyrnustjórinn Steve Kean vildi ólmur halda honum.

„Þetta er góð tilfinning. Við höfum átt í viðræðum í nokkurn tíma og þurfti ég að fá svör við nokkrum spurningum," sagði Samba við enska fjölmiðla.

„En miðað við hvernig við höfum verið að spila og hvaða leikmenn við höfum verið að fá þá erum við ekki langt frá því að vera toppfélag í þessari deild."

„Ég þarf á þessu stigi ferils míns að taka mikilvægar ákvarðarnir. Ég hef ákveðið að takast á við þessa áskorun og koma félaginu eins langt og mögulegt er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×