Enski boltinn

Yaya Toure er tilbúinn í stríð á Old Trafford í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yaya Toure.
Yaya Toure. Mynd/Nordic Photos/Getty
Yaya Toure, miðjumaður Manchester City segist vera tilbúinn á alvöru átök á móti Manchester United á Old Trafford í dag en leikur Manchester-liðanna hefst klukkan 12.45.

„Á Spáni hafði ég það orðspor að ég væri leikmaður sem væri alltaf tilbúinn að fara í stríð," sagði Yaya Toure í viðtali við The Sun.

„Því stærri sem mótherjinn er því meiri verður baráttan. Það er ekkert stærra en leikur City og United," sagði Toure.

„Besta kvöldið á mínum ferli var þegar við unnum United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Róm. Þessi leikur er samt enn mikilvægari fyrir mig," sagði Toure.

„City hefur ekki unnið neitt í mörg ár en ef við vinnum þennan leik á móti United þá galopnum við titilbaráttuna. Það er mesta áskorunin að reyna að vinna eitthvað með City," sagði Toure.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×