Krefur Agnesi um hærri miskabætur Erla Hlynsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 08:55 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Morgunblaðsins Mynd: GVA „Þessi afsökunarbeiðni er hvorki fugl né fiskur," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður um afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag vegna rangfærslna Agnesar Bragadóttur. Umbjóðandi hans, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður og fréttastjóri á DV, ætlar að halda máli sínu gegn Agnesi til streitu og fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur, auk 500 þúsund króna vegna birtingar dómsins í fjölmiðlum. Einnig verður farið fram á að Agnes sæti refsingu vegna ærumeiðinga í garð Inga Freys en allt að tveggja ára fangelsi liggur við broti af þessu tagi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Í umfjöllun Agnesar í Morgunblaðinu var Ingi Freyr sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í njósnatölvumálinu svokallaða. Í afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag segir að „ofsagt" hafi verið um þetta atriði en staðfest hefur verið að um var að ræða rangan fréttaflutning. Ingi Freyr var sagður grunaður um fjölda annars konar brota í frétt Agnesar en ekki er tekið á þeim atriðum í afsökunarbeiðninni, þar á meðal var Ingi Freyr sagður hafa gert dreng undir lögaldri út af örkinni til að stela fyrir sig gögnum úr tölvum.Ingi Freyr heldur málinu gegn Agnesi til streitu„Það má eiginlega gagnálykta út frá þessari afsökunarbeiðni. Gagnályktunin er þá sú að þeir biðjist ekki afsökunar á öðru í greininni. Það er auðvitað aljgörlega óásættanlegt," segir Vilhjálmur. Hann segir Inga Frey fagna afsökunarbeiðninni í dag, þó hún gangi skammt. „Umbjóðandi minn fagnar því að Morgunblaðið biðjist afsökunar á þessu augljósa atriði enda þeim ekki stætt á öðrum þegar lögreglan hefur staðfest að þarna var rangt með farið," segir hann. Vísir hefur áður fjallað um að Ingi Freyr gaf Agnesi og Morgunblaðinu frest til klukkan fjögur síðdegis á mánudag, daginn sem umrædd frétt birtist, til að leiðrétta hana, biðjast afsökunar og greiða milljón króna í miskabætur. Ekki var orðið við því. Vilhjálmur segist gera ráð fyrir að stefna aðeins Agnesi, en ekki ritstjórum eða útgefendum Morgunblaðsins. Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þessi afsökunarbeiðni er hvorki fugl né fiskur," segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður um afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag vegna rangfærslna Agnesar Bragadóttur. Umbjóðandi hans, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður og fréttastjóri á DV, ætlar að halda máli sínu gegn Agnesi til streitu og fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur, auk 500 þúsund króna vegna birtingar dómsins í fjölmiðlum. Einnig verður farið fram á að Agnes sæti refsingu vegna ærumeiðinga í garð Inga Freys en allt að tveggja ára fangelsi liggur við broti af þessu tagi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Í umfjöllun Agnesar í Morgunblaðinu var Ingi Freyr sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í njósnatölvumálinu svokallaða. Í afsökunarbeiðni Morgunblaðsins í dag segir að „ofsagt" hafi verið um þetta atriði en staðfest hefur verið að um var að ræða rangan fréttaflutning. Ingi Freyr var sagður grunaður um fjölda annars konar brota í frétt Agnesar en ekki er tekið á þeim atriðum í afsökunarbeiðninni, þar á meðal var Ingi Freyr sagður hafa gert dreng undir lögaldri út af örkinni til að stela fyrir sig gögnum úr tölvum.Ingi Freyr heldur málinu gegn Agnesi til streitu„Það má eiginlega gagnálykta út frá þessari afsökunarbeiðni. Gagnályktunin er þá sú að þeir biðjist ekki afsökunar á öðru í greininni. Það er auðvitað aljgörlega óásættanlegt," segir Vilhjálmur. Hann segir Inga Frey fagna afsökunarbeiðninni í dag, þó hún gangi skammt. „Umbjóðandi minn fagnar því að Morgunblaðið biðjist afsökunar á þessu augljósa atriði enda þeim ekki stætt á öðrum þegar lögreglan hefur staðfest að þarna var rangt með farið," segir hann. Vísir hefur áður fjallað um að Ingi Freyr gaf Agnesi og Morgunblaðinu frest til klukkan fjögur síðdegis á mánudag, daginn sem umrædd frétt birtist, til að leiðrétta hana, biðjast afsökunar og greiða milljón króna í miskabætur. Ekki var orðið við því. Vilhjálmur segist gera ráð fyrir að stefna aðeins Agnesi, en ekki ritstjórum eða útgefendum Morgunblaðsins.
Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46
Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórum Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. 2. febrúar 2011 08:44
„Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29