„Aðför að heiðri Inga Freys" SB skrifar 31. janúar 2011 10:29 Reynir Traustason, ritstjóri DV. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. „Þetta er aðför að heiðri Inga Freys en annars vill maður sem minnst um málið segja á þessari stundu," segir Reynir Traustason. Hann segir Inga ekki kannast við að vera með réttarstöðu grunaðs manns. „Málinu verður svarað í dag af lögfræðinga Inga," segir Reynir. Vernda heimildarmenn Í frétt Morgunblaðsins er njósnatölvumálið á Alþingi tengt við stolin gögn úr tölvu lögmanns þekktra einstaklinga en fréttir byggðar á þessum gögnum hafa birst í fjölmiðlum. Ungur karlmaður var handtekinn í tengslum við málið grunaður um að hafa brotist inn í fyrirtæki og stolið gögnunum. Morgunblaðið segir hann nú starfa fyrir Wikileaks í London. Málin tengjast meðal annars Karli Wernerssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Blaðamaður Morgunblaðsins staðhæfir að Ingi Freyr hafi réttarstöðu grunaðs manns því vitni hafi sagt hann hafa beðið unga drenginn að stela fyrir sig gögnunum gegn þóknun. Reynir segir það alþekkt að Agnes Bragadóttir, sem skrifar fréttina í Morgunblaðið, hafi horn í síðu DV og þá ekki síður Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins. „Þetta er tilraun til að segja frétt án þess að hafa fóður í það. Það er öllum ljóst að fjölmiðlar geta ekki tekið þátt í umræðu um meinta heimildarmenn. Það ríkir fullkomið traust milli heimildarmanna okkar og blaðsins og auðvitað á Agnes að vita það." Agnes Bragadóttir segir í grein sinni að samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafi Ingi Freyr stöðu grunaðs manns „í rannsóknum lögreglu". Ekki með réttarstöðu sakbornings Vísir hafði samband við lögregluna í Reykjavík vegna málsins. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði Inga Frey ekki með stöðu sakbornings eða grunaðs manns í tengslum við njósnatölvumálið á Alþingi. „Hann er ekki með stöðu sakbornings í þessu máli og hefur aldrei verið yfirheyrður." Spurður út í málið sem tengist hinum stolnu gögnum sagðist Björgvin ekkert geta fullyrt um réttarstöðu Inga í því máli. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. „Þetta er aðför að heiðri Inga Freys en annars vill maður sem minnst um málið segja á þessari stundu," segir Reynir Traustason. Hann segir Inga ekki kannast við að vera með réttarstöðu grunaðs manns. „Málinu verður svarað í dag af lögfræðinga Inga," segir Reynir. Vernda heimildarmenn Í frétt Morgunblaðsins er njósnatölvumálið á Alþingi tengt við stolin gögn úr tölvu lögmanns þekktra einstaklinga en fréttir byggðar á þessum gögnum hafa birst í fjölmiðlum. Ungur karlmaður var handtekinn í tengslum við málið grunaður um að hafa brotist inn í fyrirtæki og stolið gögnunum. Morgunblaðið segir hann nú starfa fyrir Wikileaks í London. Málin tengjast meðal annars Karli Wernerssyni og Eiði Smára Guðjohnsen. Blaðamaður Morgunblaðsins staðhæfir að Ingi Freyr hafi réttarstöðu grunaðs manns því vitni hafi sagt hann hafa beðið unga drenginn að stela fyrir sig gögnunum gegn þóknun. Reynir segir það alþekkt að Agnes Bragadóttir, sem skrifar fréttina í Morgunblaðið, hafi horn í síðu DV og þá ekki síður Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins. „Þetta er tilraun til að segja frétt án þess að hafa fóður í það. Það er öllum ljóst að fjölmiðlar geta ekki tekið þátt í umræðu um meinta heimildarmenn. Það ríkir fullkomið traust milli heimildarmanna okkar og blaðsins og auðvitað á Agnes að vita það." Agnes Bragadóttir segir í grein sinni að samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafi Ingi Freyr stöðu grunaðs manns „í rannsóknum lögreglu". Ekki með réttarstöðu sakbornings Vísir hafði samband við lögregluna í Reykjavík vegna málsins. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði Inga Frey ekki með stöðu sakbornings eða grunaðs manns í tengslum við njósnatölvumálið á Alþingi. „Hann er ekki með stöðu sakbornings í þessu máli og hefur aldrei verið yfirheyrður." Spurður út í málið sem tengist hinum stolnu gögnum sagðist Björgvin ekkert geta fullyrt um réttarstöðu Inga í því máli.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira