Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Erla Hlynsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 08:44 Agnes Bragadóttir sakaði Inga Frey Vilhjálmsson um refsiverða háttsemi í umfjöllun hennar á mánudag Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt. Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt.
Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46
„Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29