Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Erla Hlynsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 08:44 Agnes Bragadóttir sakaði Inga Frey Vilhjálmsson um refsiverða háttsemi í umfjöllun hennar á mánudag Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt. Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt.
Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46
„Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29