Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Erla Hlynsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 08:44 Agnes Bragadóttir sakaði Inga Frey Vilhjálmsson um refsiverða háttsemi í umfjöllun hennar á mánudag Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt. Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt.
Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46
„Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29